17 okt. 1999Liðin sem léku til úrslita í bikarkeppninni í fyrra mætast í 32-liða úrslitum keppninnar í ár. Þetta kom í ljós í gærkvöld þegar dregið var í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & RENAULT í beinni útsendingu á Stöð 2. Eftirtalin lið drógust saman: Breiðablik - Hamar, Dalvík - Selfoss, Stjarnan - Grindavík, Keflavík - Njarðvík, Fjölnir - Haukar, Ármann/Þróttur - Tindastóll, ÍS - KR, Stafholtstungur - KR b, Þór Ak. - KFÍ, Þór Þ. - Skallagrímur, HK - Snæfell, ÍV - ÍR, GG - Smári, Valur - ÍA. Örninn og Reynir S. sitja hjá. Leikirnir fara fram helgina 30.-31. október.