28 okt. 1999Undanúrslit Eggjabikarkeppninnar í körfubolta fara fram laugardaginn 13. nóvember. Leikirnir verða að þessu sinni í Smáranum í Kópavogi. Í undanúrslitum mætast meistarar Keflavíkur og Grindavík kl. 15:00 og bikarmeistarar Njarðvíkur og Tindastóll kl. 16:45. Úrslitaleikurinn verður daginn eftir kl. 16:00.