28 okt. 1999Efsta lið EPSON-deildarinnar, Hamar frá Hveragerði, tekur á móti Njarðvíkingum í Hveragerði í kvöld. Nýliðarnir úr Hamri eru sem kunnugt er ósigraðir í deildinni til þessa. Bein útsending verður frá leiknum á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þessi útsending í kvöld verður sú fyrsta í röðinni af fjölmörgum beinum útsendingum frá íslenskum körfubolta í vetur, en alls eru 28 beinar útsendingar framundan á Sýn. Skarð er fyrir skyldi hjá Hamarsmönnum í kvöld, en Rodney Dean er í leikbanni.