3 nóv. 1999KKÍ gengst fyrir námskeiði fyrir væntanlega körfuknattleiksdómara í íþróttamiðstöðinni í Laugardal helgina 4.-6. nóvember nk. Námskeiðið er ætlað öllum sem náð hafa 16 ára aldri og hafa áhuga á að kynnast körfuknattleiksreglunum eða vilja leggja dómgæslu fyrir sig. Námskeiðið stendur frá 19-22 á föstudagskvöld, 9-16 á laugardag og 9-14 á sunnudag. Skráning er á skrifstofu KKÍ í síma 568 5949.