18 apr. 2000Grindavík sigraði í fyrstu úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn í EPSON-deildinni í Grindavík í gærkvöld. Það var Pétur Guðmundsson fyrirliði UMFG sem tryggði liði sínu sigur með þriggja stiga körfu á lokasekúndu leiksins. Lokatölur voru 67-64.