29 apr. 2000Stelpurnar í kvennalandsliðinu unnu stórsigur á Noregi á fjögrra landa mótinu í Lúxemborg í dag 87-69. Að sögn Jóns Arnar Guðmundssonar landsliðsþjálfara áttu stelpurnar skínandi leik, voru yfir í hálfleik 44-25 og náðu mest 33 stiga forystu. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig og stóðu sig vel, en Norðmenn náðu að rétta sinn hlut undir lokin. Stig Íslands í dag skoruðu: Anna María Sveinsdóttir 20, Kristín Jónsdóttir 15, Guðbjörg Norðfjörð 13, Gréta maría Grétarsdóttir 11, Bina Valgarðsdóttir 10. Hanna Kjartansdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 4, Kristín Blöndal 4, Hildur Sigurðardóttir 2 og Stella Rún Kristjánsdóttir 2. Íslenska liðið mæti Lúxemborg á morgun sunnudag.