30 apr. 2000Anna María Sveinsdóttir hélt upp á sinn 50. landsleik með góðum sigri og tvennu. Anna María skoraði 19 stig og tók 10 fráköst í 66-47 sigri á Lúxemborg í dag. Sigurinn var öruggur, íslenska liðið var mun sterkari og vann sæstan sigur, staðan í leikhléi var 33-26. Kristin Jónsdóttir var stighæst í íslenska liðinu með 21 stig og þær Guðbjörg Norðfjörð og Gréta María Grétarsdóttir skoruðu 11 stig hvor. Á morgun mánudag leikur íslenska liðið við lið Sviss sem hefur unnið einn leik og tapað einum á mótinu. Sá leikur er úrslitaleikur mótsins.