3 maí 2000Drengjalandsliðið skipað leikmönnum fæddum 1984 heldur til Frakklands á föstudaginn til þátttöku í alþjóðlegu móti. Liðið fékk óvænt boð um að taka þátt í móti sem haldið verður í borginni Beauvais vegna frábærrar frammistöðu ´82 liðsins í Evrópukeppninni í Þýskalandi fyrir skömmu. Ísland leikur í riðli með heimamönnum og Búlgörum, en í hinum riðlinum eru Tyrkir, Hollendingar og Bosníumenn. Íslendingar mæta Frökkum á laugardaginn og Búlgörum á sunnudag. Mótinu líkur á mánudag en þá verður leikið um sæti. Ljóst er að mótið er mjög sterkt og íslensku strákarnir mega hafa sig alla við gegn þessum sterku þjóðum. Sigurður Hjörleifsson þjálfari liðsins hefur valið liðið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum. Eins og sjá má er liðið ekki mjög hávaxið: Nafn hæð félag Ragnar Jóhannsson 180 UMFG Kristmundur Sigurðsson 176 Stjarnan Kjartan Kjartansson 186 Stjarnan Birkir Guðlaugsson 188 Stjarnan Árni Brynjarsson 190 Haukar Pálmar Ragnarsson 189 Fjölnir Ólafur Ingvason 184 UMFN Þorleifur Ólafsson 189 UMFG Valgeir Magnússon 193 UMFN Jón Óskarsson 193 KR Sævar Haraldsson 182 Haukar Fannar Helgason 197 ÍA