8 maí 2000Íslenska drengjalandsliðið mætir Hollendingum í dag í úrslitaleik um 3. sætið á alþjóðlega mótinu í Frakklandi. Ísland tapaði naunlega fyrir Tyrkjum í undanúrslitum mótsins 40-48 í gær. Stigahæstir í leiknum voru Ólafur Ingvason 9 og Sævar Haraldsson 7. Á Laugardag vann Ísland góðan sigur á Búlgaríu 79-53 þar sem Sævar gerði 18 stig, Jón Óskarsson 13 og ólafur 12. Á föstudag tapaði liðið fyrir heimamönnum 49-93. Í þeim leik var Ólafur með 12 stig, Birkir Guðlaugsson með 8 og Þorleifur Ólafsson með 7. Leikurinn í dag hefst kl. 11 að íslenskum tíma.