15 jún. 2000KKÍ ásamt ÍBR stendur fyrir 3 á 3 körfuboltamóti í Laugardalnum föstudaginn 23. júní og hefst mótið kl. 17.00. Mótið er hluti af Íþróttahátíð í Reykjavík Skráning í mótið fer fram hjá ÍBR í síma 535-3700 og þarf að skrá sig sem fyrst og ekki síðar en á miðvikudaginn 21. júní. Ekkert þátttökugjald verður í mótið. Keppt verður í fjórum flokkum, 14. - 15. ára, 16. - 17 ára, 18 ára og eldri, auk 40 ára og eldri ef næg þátttaka fæst. Glæsileg verðlaun verða í boði frá NIKE og Sprite sér um að enginn verður þyrstur.