28 jún. 2000Hið árlega golfmót körfuboltamanna verður haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi á föstudaginn kemur, 30. júní. Stefnt er að því að allir keppendur verði ræstir út í einu kl. 14:00. Keppt verður með og án forgjafar og er þátttökugjaldið 1500 kr. Skráning verður á staðnum.