5 des. 2000Aganefnd KKÍ hefur dæmt Guðjón Þorsteinsson aðstoðarþjálfara KFÍ í Epson-deildinni í eins leiks bann vegna atburða sem áttu sér stað í leik KFÍ og Tindastóls 4. desember sl. Guðjón fékk dæmda á sig brottrekstrarvillu eftir leikinn og var kærður til aganefndar fyrir óprúðmannlega framkomu. Bannið tekur gildi á hádegi föstudaginn 8. desember. Guðjón verður því ekki á bekknum þegar KFÍ mætir Keflavík í Epson-deildinni fyrir vestan þann 14. desember nk.