7 des. 2000Borislav Stankovic framkvæmdastjóri Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, hefur þekkst boð KKÍ að vera viðstaddur 40 ára afmælishóf KKÍ þann 29. janúar nk. Stankovic, sem verið hefur æðsti maður FIBA frá árinu 1976, hefur ekki heimsótt Íslands áður. Það er KKÍ mikill heiður að framkvæmdastjóri FIBA heiðri afmælishófið með nærveru sinni. Í tilefni af afmælinu verður saga KKÍ og körfuboltans á Íslandi í 50 ár gefinn út þann 29. janúar.