14 des. 2000Helgi Jónas Guðfinnsson átti mjög góðan leik þegar Ieper sigraði Le Mans á útivelli í Frakkalndi í gær í Evrópukeppni félagsliða Korac cup. Ieper sigraði í leiknum 81-87 og er taplaust í riðlinum eftir 3 leiki. Helgi skoraði 19 stig, hitti úr 5 af 12 þriggja stiga skotum sínum og var 4/4 í vítum og átti hörkuleik. Leifur Garðarsson dæmdi leikinn fyrir framan 4.500 áhorfendur, sem létu óspart í sér heyra. Í fyrrakvöld dæmdi Leifur leik Racing Club Paris og Caja San Fernando í Evrópukeppni bikarhafa, Saborta cup. Racing Club tapaði leiknum 78-85 að viðstöddum 5.000 áhorfendum. Þar á meðal voru frönsku knattspyrnumennirnir frá Arsenal, Henry og Viltord, en þeir voru að kynna nýja Nike skó í Frakklandi.