15 des. 2000Kristinn Albertsson dómari heftur fengið tilnefningar frá Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA. Kristinn mun dæma í París og Le Mans eða á sömu slóðum og Leifur Garðarsson var að dæma á í vikunni. Kristinn mun dæma leik Racing Basket frá París gegn Red Star Belgrad frá Júgóslavíu í Saborta cup, Evrópukeppni bikarhafa í París 9. janúar nk. og daginn eftir mun hann dæma leik Sarthe frá Le Mans gegn Unicaja San Fernando frá Spáni í Evrópukeppni félagsliða, Korac cup.