16 des. 2000Úrslitaleikir Kjörísbikar kvenna fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina. Í dag leika Keflavík - KFÍ kl. 14:00 og KR - ÍS kl. 16:00 til undanúrslita. Á morgun kl. 16:00 er úrslitaleikur keppninnar milli sigurvegari leikjanna í dag. Í gær var ekki flugfært frá Ísafirði, en í morgun var flogið. Nú fyrir nokkrum mínútum lenti flugvél Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli með kvennalið KFÍ um borð. Ekki er ólíklegt að karlalið Keflavíkur hafi einnig verið um borð í sömu vél, en leikmenn liðsins voru veðurtepptir vestra eftir leikinn við KFÍ í Epson-deildinni á fimmtudaginn.