4 jan. 2001KFÍ vann sinn annan leik í Epson deildinni í vetur, er liðið lagði Hamar 91-90, í framlengdum leik á Ísafirði í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 81-81. Valsmenn eru því einir á botni deildarinnar, eftir tap gegn Grindvíkingum í Grafarvogi, 69-80. Jafnt var í leikhléi 38-38, en afleit byrjun Valsmanna í síðari hálfleik varð þeim að falli í kvöld. Haukar máttu þola eins stigs ósigur á heimavelli sínum 74-75. Í Borgarnesi unnu heimamenn nauman sigur á Þór 92-89. Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á ÍR 87-73 og Njarðvíkingar unnu Tindastól 88-72. mt: Brian Hill skorar fyrir Valsmenn í kvöld þrátt fyrir ágæta varnartilburði Grindvíkinga.