8 jan. 2001Dregið verður í fjögurra liða úrslit bikarkeppni KKÍ og Doritos næstkomandi þriðjudag. Drátturinn fer fram í beinni útsendingu á SÝN í þættinum Heklusporti. Liðin sem hafa tryggt sér þátttökurétt í fjögurra liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos eru: Í kvennaflokki; Keflavík, KFÍ, ÍS og KR. Í karlaflokki: Keflavík, Hamar, ÍR og Grindavík. Leikið verður í fjögurra liða úrslitum 3. og 4. febrúar.