9 jan. 2001Stjörnuleikur KKÍ 2001 verður haldinn í Njarðvík á laugardaginn kemur, 13. janúar. Leikur, sem verður í beinni útsendingu á Sýn hefst kl. 16:00. Leikurinn verður með heðbundnu sniði, þ.e.a.s. þjálfarar tveggja efstu liðanna um áramót, þeir Sigurður Ingimundarson Keflavík og Valur Ingimundarson Tindastól sem munu velja liðin. Það verður gert á blaðamannafundi sem haldin verður á morgun í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal. Að venju verða einnig troðkeppni og þriggja stiga keppni í hálfleik á stjörnuleiknum.