16 jan. 2001Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og nótt. Í New York tóku heimamenn í Knicks á móti San Antonio Spurs og sigruðu örugglega 104 - 82 en stöðva varð leikinn vegna meiðsla Van Gundy, þjálfara New York sem hann fékk við það að ganga á milli þegar Marcus Camby sló til Danny Ferry en sauma varð 12 til 15 spor fyrir ofan vinstra auga Van Gundy. Það gekk mikið á í leik Los Angeles Lakers og Vancouver Grizzlies þar sem Shaquille O´Neal skoraði umdeilda sigurkörfu Lakers í framlengingu eftir að leiktíminn var úti en O´Neal fékk körfuna dæmda gilda á þeim forsendum að brotið hafði verið á honum áður en tíminn rann út. Þetta kom fram á visi.is í morgun. Nánar um úrslit næturinnar í NBA á nba.com Við þessa frétt af visi.is má bæta að karfan var dæmd gild á þeiri forsendu að um mistök tímavarðar hafi verið að ræða. Stöðva hefði átt tímann um leið og brotið var á Shaq og þar með hafi skottilraun hans verið gild. Shaq brenndi síðan af vítaskotinu, að venju, og tíminn rann út og Lakers fagnaði sigri.