29 maí 2001Íslenska landsliðið tók sig verulega saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn Andorra á Smáþjóðaleikunum á San Marínó og innbyrti 14 stiga sigur 80-64. Svo virðist sem Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari hafi lesið leikmönnum pistilinn í hálfleik, því spilamennska íslenska liðsins var allt önnur í síðari hálfleik. Íslenska liðið hafði mikla yfirburði allan tímann, en náði ekki að nýta sér það sem skyldi fyrr en í síðari hálfleik. Meira síðar.