9 okt. 2001Íslandsmeisturunum frá Njarðvík er spáð sigri í úrvalsdeildinni í vetur og KR-ingum er spáð öðru sætinu. Nýliðar Breiðabliks og Stjörnunnar munu hafa stutta viðdvöl í úrvalsdeildinni, ef marka má spár þjálfara, fyrirliða og forsvarsmanna liðanna í deildinni. Það eru Suðurnesjaliðín og KR sem lenda í fjórum efstu sætunum í spánni og bikarmeisturum ÍR er spáð fimmta sætinu. Silfurliði Tindastól frá því í vor er spáð 6. sæti og ef marka má spána komast Hamar og Haukar einnig í úrslitakeppnina. Þór Ak. og Skallagrím er spáð í 9. og 10. sæti. Spáin í úrvalsdeild: 1. UMFN 413 stig 2. KR 369 stig 3. UMFG 360 stig 4. Keflavík 341 stig 5. ÍR 240 stig 6. Tindastóll 238 stig 7. Hamar 219 stig 8. Haukar 208 stig 9. Þór Ak. 151 stig 10. Skallagrímur 136 stig 11. Breiðablik 68 stig 12. Stjarnan 65 stig