9 feb. 2002Njarðvíkingar eru bikarmeistarar karla 2002, eftir 79-86 sigur á KR í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ & Doritos. KR hafði frumkvæðið framan af leiknum, en í síðari hálfleik komu Njarðvíkingar ákveðnir til leik, jöfnuðu, komust yfir og tryggðu sér öruggan sigur. KR komst í 26-10 í fyrsta leikhluta og staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðunginn. Í leikhléi höfðu KR-ingar 9 stig yfir 48-39 en forskot þeirra var aðeins 5 stig þegar lokafjórðungurinn hófst. Njarðvík gerði fyrstu 7 stigin á næstu mínútum og komst yfir. Leikurinn var síðan í jafnvægi næstu mínútur en Njarðvík náði aftur forystu með því að skora 7 stig í röð. Leikurinn var mjög slemmtilegur, jafn og spennandi, en niðurstaðan er sú að Njarðvíkingar eru bikarmeistarar 2002. mt: Teitur Örlygsson tók við bikarnum fyrir hönd Njarðvíkinga.