11 feb. 2002Dómstóll KKÍ kvaddi í dag upp dóm í máli Breiðabliks gegn Keflavík vegna leiks liðanna í 2. deild karla. Breiðabliki var dæmdur sigur í málinu. Það var körfuknattleiksdeild Breiðabliks sem krafðist þess að leikur Breiðabliks C og Keflavíkur C í 2. deild karla yrði dæmdur ógildur og Breiðbliki yrði dæmdur sigur í leiknum. Rökstuðningur Breiðabliks fyrir kröfu sinni var sá að Keflavík hefði gerst brotleg við reglugerð um körfuknattleiksmót með því að nota leikmann sem var einn af 7 leikjahæstu leikmönnum A-liðs meistaraflokks félagsins. Halldór Halldórsson, dómari í dómstól KKÍ, kvað upp dóminn. Dómsorð er að Keflavík B telst hafa tapað leiknum gegn Breiðabliki C með stigatölunni 20-0 og greiði að auki 10. þúsund króna sekt til KKÍ. Ekki er ljóst hvort Keflavík mun áfrýja þessum úrskurði til æðra dómsstigs.