20 feb. 2002Eins og kunnugt er standa Ólympíuleikarnir í Salt Lake City í Utah sem hæst þessa dagana. Leikarnir hafa mikil áhrif á daglegt líf íbúa borgarinnar, þar á meðal á körfuknattleiksmennina í Utah Jazz. Vegna leikanna þarf Jazz-liðið að leika 9 leiki í röð á útivelli, sem er þriðja lengsta útileikjahrina liðs í sögu NBA-deildarinnar. Utah hefur nú leikið 7 af þessum 9 útileikjum og sigrað í 5 þeirra. Það sem meira er þá hefur Karl Malone verið valinn annar af leikmönnum vikunnar í NBA-deildinni. Meira um útileikja hrinu Utah Jazz og fleira sem og leikmenn vikunnar í NBA í [v+]http://www.kki.is/kistan.asp[v-]kistunni[slod-].