27 mar. 2002Gréta María Grétarsdóttir, til vinstri, tryggði KR-stúlkum sæti í lokaúrslitum um Íslandmeistaratitil kvenna í kvöld þegar að hún skoraði þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall og kom KR yfir, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001402/14020302.htm [v-] 63-62[slod-], í fyrsta og eina skiptið yfir í leiknum. Keflavík hafði sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 9-15, leiddi 32-33 í hálfleik og hafði loks fimm stiga forskot, 42-47, fyrir síðasta leikhlutann. En KR-stúlkur gáfust ekki upp og þrátt fyrir að vera komnar 14 stigum undir, 48-62, lokuðu þær vörninni og tryggðu sér leikina gegn Stúdínum með því að skora 15 síðustu stig leiksins. Gréta María skoraði 7 þessara fimmtán stiga og stal að auki fjórum boltum í síðasta leikhlutanum. Það vakti nokkra athygli að það voru dæmd tíu skrefadómar í leiknum, einn á KR og heilir níu á Keflavík þar af tveir á lokamínútu leiksins. Fyrsti úrslitaleikur [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001402/IS______.htm [v-]ÍS[slod-] og [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001402/KR______.htm [v-]KR[slod-] í lokaúrslitum [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001402.htm [v-]1. deildar kvenna[slod-] fer fram þriðjudaginn 2. apríl en þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem tvö Reykjarvíkurfélög mætast í úrslitum.