4 apr. 2002Í kvöld verður mikið um að vera í undanúrslitum Epson-deildarinnar er KR - UMFN og UMFG - Keflavík mætast fjórða sinni. Staðan í viðureignum liðanna er 2-1 fyrir liðunum úr Reykjanesbæ og geta þau því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld. Heimaliðin KR og UMFG hafa fullan hug á því að tapa ekki aftur á heimavelli eins og gerðist í leiks 2 og komast í oddaleik um sæti í úrslitaleikjunum. Þeir leikir verða um næstu helgi. Leikir KR - UMFN og UMFG - Keflavíkur hefjast kl. 20 í kvöld og verður leikur KR - UMFN sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Til frekari fróðaleiks og gamans má finna samantekt á tölfræðinni úr fyrstu þremur leikjum liðanna undir greinum á KKÍ-síðunni. Tölfræðin úr einvígi Keflavíkur og Grindavíkur er [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=69[v-]hér[slod-] og tölfræðina úr einvígi Njarðvíkur og KR má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=68[v-]hér[slod-]. Þá má einnig finna undir greinum á KKÍ-síðunni smá samantekt um þau lið í sögu úrslitakeppninni sem hafa lent í sömu aðstöðu og KR og Grindavík eru í nú. Það er að lenda 0-2 undir í einvígi þar sem lið verða að vinna þrjá leiki. Níu lið hafa komist í þá aðstöðu en ekkert þeirra hefur komið til baka og unnið einvígið. Meira um það [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=75[v-]hér[slod-].