7 apr. 2002Grindavík varð í dag Íslandsmeistari í minnibolta kvenna þegar liðið vann alla leiki sína í lokaumferðinni sem fram fór í Grindavík en þetta er annað árið í röð sem Grindavík vinnur Íslandsmeistaratitilinn í minnibolta kvenna. Haukar urðu í öðru sæti í ár og ÍR-liðið varð í því þriðja. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill kvennaliða Grindavíkur í vetur en 7. flokkur félagsins varð einmitt meistari á dögnunum. Íslandsmeistarar Grindavíkur í minnibolta kvenna 2002 eru eftirtaldar stelpur: Elka Mist Káradóttir, Lilja Sigmarsdóttir, Kristín Harpa Sigurfinnsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Íris Sverrisdóttir, fyrirliði, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Jenný Óskarsdóttir, Sólveig Birgisdóttir, Alma Rut Garðarsdóttir, Helga Dís Jakobsdóttir, Sunneva Ævarsdóttir, Hrefna Harðardóttir og Helga Gestsdóttir. Þjálfari Grindavíkurliðsins er Páll Axel Vilbergsson en hann gerði einnig 7. flokk kvenna hjá Grindavík að meisturum í ár og var einnig þjálfari minniboltalið félagsins í fyrra þegar Grindavík fagnaði einnig Íslandsmeistaratitilinum í þeim flokki.