17 ágú. 2002Íslenska drengjalandsliðið sem þátt tekur í Evrópukeppni drengjalandsliða í Dublin á góða möguleika á að komast áfram í keppninni. Liðið mætir Englendingum á morgun og má tapa þeim leik með 13 stiga mun en kemst samt áfram. Liðið verður jafnt Englandi og Írlandi að stigum en kemst áfram á betra innbyrðis stigaskori eftir stórsigurinn á Írum. Ítalir og Finnar eru öruggir áfram og Ísland á alla möguleika á að tryggja sér þriðja sætið og farseðil í undanúrslitin. Verður það aðeins í þriðja sinn sem íslenskt landslið nær slíkum árangri. Leikurinn gegn Englendingum fer fram á morgun kl. 10.00 að íslenskum tíma.