24 ágú. 2002Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Finnum er liðið tapaði stórt í dag fyrir Svíum á Norðurlandamótinu í Osló í dag. Leikurinn endaði 95-61 en staðan í hálfleik var 47-33 fyrir Svía. Íslenska liðið leikur við Norðmenn á morgun og getur með sigri tryggt sér annað sætið í mótinu. Það yrði besti árangur sem íslenska karlalandsliðið hefur náð frá upphafi. Íslendingar hafa aldrei endað ofar en í þriðja sæti á eftir Svíum og Finnum frá því að fyrsta Norðurlandamótið fór fram 1962 .