
10 ágú. 2006Strákarnir í u-90 liðinu hefja leik á morgun föstudaginn 11. ágúst gegn Ísrael og hefst leikurinn klukkan 16:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður beint á netinu á [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/en/[v-]slóðinni[slod-] Fyrirkomu lagið er þannig að leikið er innbyrðis fyrst í riðlunum fjórum og komast tvær efstu þjóðirnar áfram í tvo milliriðla og keppa þar um sæti 1-8. Tvær neðstu þjóðirnar fara einnig í tvo milliriðla og keppa um sæti 9-16. Leikið verður svo í kross á milli riðlana og síðan er síðast leikur mótsins um lokasæti. Í A-riðli leika Tyrkland, Ítalía, Portúgal og Lettland. Í B-riðli leika Spánn, Rússland, Þýskaland og Slóvenía. Þessir tveir riðlar eru leiknir í Martos þar sem að Íslenska liðið æfði á sinni fyrstu æfingu. Í C-riðli leika Serbía, Litháen, Króatía og Grikkland. Í D-riðli eru Ísrael, Frakkar, Úkranía og Ísland. Mótið hefst á morgun einsog sagt var og er leikur Frakka og Úkraníu á undan leik strákanna eða klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Verkefnið er spennandi og krefjandi, strákarnir hafa æft vel í sumar og hefur helst vantað uppá að liðið léki fleiri æfingaleiki. T.d. var að klárast mót í gær þar sem að Ítlaía, Spánn, Portúgal og Frakkland léku saman, allir við alla á þremur dögum. Þetta munar alveg gríðarlega miklu fyrir þessi lið og gerir fjarlægðin og peningar sem liðin hafa mögulegt. Íslenska liðið hefur alltaf sama vandamálkið, en það er hæðin og er Örn Sigurðarson eini leikmaðurinn yfir 2 metra í liðinu, þar næstur kemur Þorgrímur Björnsson sem er fæddur 1991, en hann er 197 cm. Liðið þarf að berjast einsog ljón allan tímann þrátt fyrir að það verði efritt, þar sem að hitinn í húsinu er mikill og eru strákarnir ekki vanir þessu hita. Húsin eru ekki loftkæld, heldur er dælt inn raka í húsið sem er síðan dreift með blásurum um húsið. Í raun og veru er verið að fá hreyfingu á loftið og búa til raka, því loftið er annars mjög þurrt. Aðstæðurnar í húsinu eru góðar og er húsið sem strákarnir leika í, mun betra en t.d. í Martos hvað varðar gólfið. Strákarnir léku á Norðurlandamótinu og voru það fyrstu leikirnir hjá 9 leikmönnum liðsins. Í hópnum í dag eru tveir nýliðar, Alfreð Elíasson og Ólafur Ólafsson. Hjörtur Halldórsson úr Breiðabliki er leikreyndasti leikmaður liðsins með 18 leiki sem ásamt fyrirliðanum Snorra Pál úr KR leikmenn sem voru með 16 ára liðinu í Evrópukeppninni í fyrra. Örn Sigurðarson úr Haukum var einnig með 16 ára liðinu í fyrra en missti af Evrópukeppninni vegna meiðsla. Örn er stigahæsti leikmaður liðsins með 84 stig í 10 landsleikjum. Leikmenn Íslenska liðsins eru eftirtaldir:
Alfreð Elíasson
Njarðvík
191 cm
0 leikir
Arnþór Freyr Guðmundsson
Fjölnir
185 cm
5 leikir
Baldur Þór Ragnarsson
KR
179 cm
5 leikir
Guðmundur Auðunn Gunnarsson
Keflavík
183 cm
5 leikir
Hjörtur Halldórsson
Breiðablik
191 cm
18 leikir
Pétur Þór Jakobsson
KR
183 cm
5 leikir
Ólafur Ólafsson
Grindavík
192 cm
0 leikir
Sigmar Logi Björnsson
Breiðablik
183 cm
5 leikir
Snorri Páll Sigurðsson
KR
185 cm
13 leikir
Þorgrímur Guðni Björnsson
Kormákur
197 cm
5 leikir
Örn Sigurðarson
Haukar
202 cm
10 leikir
Víkingur Sindri Ólafsson
KR
187 cm
5 leikir
Þjálfari strákanna er Ingi þór Steinþórsson og fararstjóri er Halldór Benjamín Hreinssson
Strákarnir eru með bloggsíðu og er hægt að skoða hana á [v+]http://www.blog.central.is/u90kk[v-]slóðinni[slod-]
Heimasíða mótsins þar sem hægt er að fylgjast með því sem er að gerast á Leikurinn verður beint á netinu á [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/en/[v-]slóðinni[slod-].

