
30 mar. 2007Ákveðið hefur verið að afhenda tölfræðiverðlaun tímabilsins í Iceland Express deildum karla og kvenna á leikjum í úrslitakeppnunum. Í gær á leik Njarðvíkur og Grindavíkur fengu Jeb Ivey og Magnús Þór Gunnarsson sín verðlaun í beinni útsendingu á Sýn. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík var með bestu vítahittni í Iceland Express deild karla. Magnús Þór var með 88.5% hittni sem er mjög góð nýting.
