10 ágú. 2008Íslensku stelpurnar voru í aðalhlutverki í helstu tölfræðiþáttum á Norðurlandamóti kvenna í körfubolta sem lauk í Gentofte í Danmörku á laugardaginn. Ísland átti bæði stigahæsta og frákastahæsta leikmann mótsins þrátt fyrir að enda í fimmta sætinu. Helena Sverrisdóttir tryggði sér efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn mótsins með því að skora 23 stig í lokaleiknum gegn Danmörku. Það dugði þó ekki til þess að komast í úrvalsliðið sem var valið fyrir lokadaginn. Helena Sverrisdóttir skoraði alls 69 stig í leikjunum fjórum eða 17,3 að meðaltali í leik. Helena skoraði 17 stig í fyrsta leiknum gegn Svíum, 18 stig gegn Noregi, 11 stig gegn Finnum og loks 23 stig gegn Dönum en það er nýtt stigamet íslensk leikmanns á Norðurlandamóti kvenna. Helena skoraði einu stigi meira en finnski kraftframherjinn Tiina Sten sem var kosin besti leikmaður mótsins. Helena tryggði sér efsta sætið með því að setja niður þrjú víti í röð 26 sekúndum fyrir leikslok í Danaleiknum. Signý Hermannsdóttir tók alls 34 fráköst samkvæmt opinberri tölfræði (Rétt tala er 43) sem gera 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Signý tók þremur fráköstum meira en norska stelpan Kristina Tattersdill sem var í lok mótsins valin baráttuglaðasti leikmaðurinn. Signý tók 12 af þessum fráköst í sókn ( 16) og mest 19 fráköst í einum leik en Signý tók 19 fráköst gegn Finnum (20).
Helena stigahæsti leikmaður Norðurlandamótsins 2008
10 ágú. 2008Íslensku stelpurnar voru í aðalhlutverki í helstu tölfræðiþáttum á Norðurlandamóti kvenna í körfubolta sem lauk í Gentofte í Danmörku á laugardaginn. Ísland átti bæði stigahæsta og frákastahæsta leikmann mótsins þrátt fyrir að enda í fimmta sætinu. Helena Sverrisdóttir tryggði sér efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn mótsins með því að skora 23 stig í lokaleiknum gegn Danmörku. Það dugði þó ekki til þess að komast í úrvalsliðið sem var valið fyrir lokadaginn. Helena Sverrisdóttir skoraði alls 69 stig í leikjunum fjórum eða 17,3 að meðaltali í leik. Helena skoraði 17 stig í fyrsta leiknum gegn Svíum, 18 stig gegn Noregi, 11 stig gegn Finnum og loks 23 stig gegn Dönum en það er nýtt stigamet íslensk leikmanns á Norðurlandamóti kvenna. Helena skoraði einu stigi meira en finnski kraftframherjinn Tiina Sten sem var kosin besti leikmaður mótsins. Helena tryggði sér efsta sætið með því að setja niður þrjú víti í röð 26 sekúndum fyrir leikslok í Danaleiknum. Signý Hermannsdóttir tók alls 34 fráköst samkvæmt opinberri tölfræði (Rétt tala er 43) sem gera 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Signý tók þremur fráköstum meira en norska stelpan Kristina Tattersdill sem var í lok mótsins valin baráttuglaðasti leikmaðurinn. Signý tók 12 af þessum fráköst í sókn ( 16) og mest 19 fráköst í einum leik en Signý tók 19 fráköst gegn Finnum (20).


