11 ágú. 2008Íslenska kvennalandsliðið er komið heim frá Norðurlandamótinu í Genfote í Danmörku en mótið kláraðist á laugardaginn. Íslenska liðið endaði í 5. sæti að þessu sinni en spilaði hörku góða leiki á móti öllum nema kannski Norðurlandameisturum Svía sem voru erfiðir við að eiga í fyrsta leiknum. Hér á eftir má sjá fullt af myndum af stelpunum frá þessum sex dögum sem þær eyddu saman í útborg Kaupmannahafnar. Íslensku stelpurnar töpuðu kannski öllum fjórum leikjunum en gáfu allt sitt í sína leiki og fengu mikið lof fyrir bæði baráttugleði og dugnað. Ágúst Björgvinsson þjálfari vakti líka mikla lukku meðal áhorfenda enda var hann lét hann vel í sér heyra þegar að hann hvatti stelpurnar áfram á hliðarlínunni. Helena Sverrisdóttir og Signý Hermannsdóttir voru áberandi á tölfræðilistunum eins og hefur komið fram hér á síðunni. Helena varð stigahæst allra leikmanna á mótinu og Signý tók bæði flest fráköst og varði flest skot. Petrúnella Skúladóttir var einnig með bestu þriggja stiga skotnýtinguna. Allir tólf leikmenn íslenska liðsins náðu að skora í mótinu en það munaði þó ekki miklu hjá Ingibjörgu Jakobsdóttur. Ingibjörg skoraði nefnilega sín fyrstu stig með íslenska A-landsliðinu sekúndubroti áður en lokaflautið gall í síðasta leiknum á móti Danmörku.Ingibjörg braust þá upp að körfunni og skoraði laglega með vinstri fótar sniðskoti en hún er rétthent. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir skoruðu líka báðar sín fyrstu A-landsliðsstig í þessarri ferð.
Myndaveisla frá Norðurlandamóti kvenna í Gentofte
11 ágú. 2008Íslenska kvennalandsliðið er komið heim frá Norðurlandamótinu í Genfote í Danmörku en mótið kláraðist á laugardaginn. Íslenska liðið endaði í 5. sæti að þessu sinni en spilaði hörku góða leiki á móti öllum nema kannski Norðurlandameisturum Svía sem voru erfiðir við að eiga í fyrsta leiknum. Hér á eftir má sjá fullt af myndum af stelpunum frá þessum sex dögum sem þær eyddu saman í útborg Kaupmannahafnar. Íslensku stelpurnar töpuðu kannski öllum fjórum leikjunum en gáfu allt sitt í sína leiki og fengu mikið lof fyrir bæði baráttugleði og dugnað. Ágúst Björgvinsson þjálfari vakti líka mikla lukku meðal áhorfenda enda var hann lét hann vel í sér heyra þegar að hann hvatti stelpurnar áfram á hliðarlínunni. Helena Sverrisdóttir og Signý Hermannsdóttir voru áberandi á tölfræðilistunum eins og hefur komið fram hér á síðunni. Helena varð stigahæst allra leikmanna á mótinu og Signý tók bæði flest fráköst og varði flest skot. Petrúnella Skúladóttir var einnig með bestu þriggja stiga skotnýtinguna. Allir tólf leikmenn íslenska liðsins náðu að skora í mótinu en það munaði þó ekki miklu hjá Ingibjörgu Jakobsdóttur. Ingibjörg skoraði nefnilega sín fyrstu stig með íslenska A-landsliðinu sekúndubroti áður en lokaflautið gall í síðasta leiknum á móti Danmörku.Ingibjörg braust þá upp að körfunni og skoraði laglega með vinstri fótar sniðskoti en hún er rétthent. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir skoruðu líka báðar sín fyrstu A-landsliðsstig í þessarri ferð.


