19 feb. 2010
Nú styttist í bikarhátíðina og stemningin að aukast hjá liðunum og áhorfendum.
Besti leikmaður leiksins:
Sú nýjung verður í úrslitaleikjunum á morgun að valinn verður besti leikmaður í leikjunum. Það verður kunngert í hefðbundinni verðlaunaafhendingu að leikjum loknum.
Uppákomur á leikjum:
Á milli leikhluta fá nokkrir áhorfendur að spreyta sig frá 3-stiga línunni og í vinning verða
NBA treyjur.
Körfuboltum kastað í stúkuna:
Einnig verður körfuboltum kastað upp í stúku fyrir unga og kappsama iðkendur til að eiga.
Miðasala er í fullum gangi á [v+]http://midi.is/ithrottir/1/5855/[v-]midi.is[slod-] og er eitt miðaverð á báða leiki. Miðaverð er ódýrara í forsölu.
Góða skemmtun