
12 mar. 2012
Mynd: Skúli Sigurðs · karfan.is
Um helgina var leikið til úrslita í 8. flokki stúlkna í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ.
Í A-riðli léku Keflavík og Keflavík b, Njarðvík, Hrunamenn og Breiðablik.
Að lokum voru það Keflavíkur liðin tvö sem léku til úrslita og fóru leikar þannig að A-liðið hafði sigur og varð íslandsmeistari 2012.
KKÍ óskar Keflavík til hamingju með sigurinn.
Lið Keflavíkur sem urðu í 1. og 2. sæti á íslandsmótinu í ár

