27 mar. 2016

Aga- og úrskurðarnefnd komst að eftirfarandi niðurstöðu.

Aga-og úrskurðarnefnd barst kæra frá Kkd. Tindastóls vegna atviks úr leik Keflavíkur og Tindastóls í úrslitakeppni Domino´s deildar karla þann 23. mars s.l.  Aga- og úrskurðarnefnd getur ekki litið á erindi Tindastóls sem formlega kæru enda hafa félög skv. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál ekki kærurétt í agamálum, heldur ábendingarétt. Eftir að hafa litið á þau gögn sem bárust er það mat nefndarinnar að ekki sé ástæða til að gefa út kæru. Ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar er ekki úrskurður, heldur ákvörðun um að taka málið ekki fyrir formlega eftir að að hafa skoðað málsatvik.