11 jan. 2017

FIBA hefur sent KKÍ nokkur ný körfuboltanet og efnir til myndakeppni í átaki í að laga útikörfur sem vantar körfunet.

Ef þú veist um körfu sem vantar net í óskum við eftir mynd af henni, og ekki sakar að taka eins flotta mynd og hægt er. KKÍ mun svo velja úr innsendum myndum og gefa nýtt körfunet og senda viðkomandi til að setja það upp í körfuna og taka aðra mynd með nýja netinu uppkomnu.

Tillögur má senda inn á kki@kki.is og taka þarf fram staðsetningu körfunnar og nafn og heimilsfang sendanda. 

FIBA mun svo velja bestu myndirnar og birta á sínum samfélagsmiðlum sem merktar verða #swishin2017

Mynd: asphaltchronicles