
22 mar. 2017Snæfell fengu í gær afhent verðlaun sín fyrir að vera deildarmeistari Domino's deildar kvenna á yfirstandandi tímabili 2016-2017. Það var Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti verðlaunin.
Það er því ljóst að það verða Snæfell og Stjarnan og Keflavík og Skallagrímur sem mætast í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár og hefst úrslitakeppnin 28. mars.
Lokastaðan í deildinni í ár:
| 1. Snæfell | 22/6 | 44 |
| 2. Keflavík | 22/6 | 44 |
| 3. Skallagrímur | 19/9 | 38 |
| 4. Stjarnan | 14/14 | 28 |
| 5. Valur | 12/16 | 24 |
| 6. Njarðvík | 10/18 | 20 |
| 7. Haukar | 8/20 | 16 |
| 8. Grindavík | 5/23 | 10 |
#korfubolti


