
17 ágú. 2017Í dag hefur U16 ára lið stúlkna keppni í Evrópukeppni FIBA sem fram fer í Skopje í Makedóníu. U16 stúlkur eru síðast yngra landsliðið á þessu sumri til að hefja leik á EM. Mótherjar okkar stúlkna í riðlakeppninni eru lið Svíþjóð, Grikkland, Ísrael og Lúxemborg.
Fyrsti leikur okkar stúlkna verður gegn liði Lúxemborg í riðlakeppninni og hefst hann kl. 16:45 að íslenskum tíma (+2 í Makedóníu eða 18:45 að staðartíma). Sýnt verður beint frá öllum leikjum mótsins á netinu og lifandi tölfræði er einnig í boði.
Nánari upplýsingar um mótið, beinar útsendingar og lifandi tölfræði, er að finna hérna
Leikmenn og starfsfólk liðsins:
Ein breyting var gerð á leikmannahópnum frá NM í Finnlandi, en þar meiddist Vigdís María og því var ákveðið að hún yrði að hvíla til að ná sér af meiðslum sínum.
| Alexandra Eva Sverrisdóttir | Njarðvík |
| Andra Björk Gunnarsdóttir | Grindavík |
| Anna Ingunn Svansdóttir | Keflavík |
| Ásta Júlía Grímsdóttir | KR |
| Dagrún Inga Jónsdóttir | Njarðvík |
| Eygló Kristín Óskarsdóttir | KR |
| Hrefna Ottósdóttir | Þór Akureyri |
| Jóhanna Lilja Pálsdóttir | Njarðvík |
| Ólöf Rún Óladóttir | Grindavík |
| Sigrún Björg Ólafsdóttir | Haukar |
| Sigurbjörg Eiríksdóttir | Keflavík |
| Stefanía Ósk Ólafsdóttir | Haukar |
| Daníel Guðni Guðmundsson | Þjálfari |
| Kristjana Eir Jónsdóttir | Aðstoðarþjálfari |
| Silja Rós Theodórsdóttir | Sjúkraþjálfari |
| Auður Íris Ólafsdóttir | Fararstjóri |
#korfubolti
#korfubolti


