/D%c3%b3maran%c3%a1mskei%c3%b01.jpg)
7 feb. 2018
Góð þátttaka var á dómaranámskeiði sem var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Alls voru 12 þátttakendur á námskeiðinu. Á laugardeginum var farið í bóklega hluta námsins og á sunnudag var svo tekið próf úr námsefninu og eftir það dæmdu þátttakendur leiki hjá 8. flokki drengja sem var á fjölliðamóti í Akurskóla í Njarðvík.
Kristinn Óskarsson, dómari og FIBA leiðbeinandi sá um kennslu en eftirtaldir gestir komu og aðstoðuðu dagspart: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Aron Rúnarsson, Sveinn Björnsson, Friðrik Árnason og Birgir Hjörvarsson.