/kki_logo_trans.png)
28 mar. 2018Þjálfarar U16 og U18 liða drengja og stúlkna hafa valið sín 12 manna landslið fyrir verkefni sumarsins. Þjálfararnir boðuðu til sín æfingahópa um jól og áramót og hafa fylgst með leikmönnum í leikjum og á fjölliðamótum í vetur og hafa nú valið sín endanleg lið fyrir verkefnin framundan.
Liðin fjögur í U16 og U18 drengja og stúlkna fara öll á NM í Finnlandi í lok júní og síðan hvert og eitt í Evrópukeppni FIBA í sínum aldursflokki síðar í sumar.
Æfingar liðanna hefjast eftir að úrslitum yngri flokka á íslandsmótinu lýkur, sem fram fara um miðjan maí og munu þjálfarar boða sína leikmenn til þeirra þegar nær dregur.
Gaman er að benda á þá staðreynd að í ár eru bæði tvíburar í U16 liði drengja og þríburar í U16 liði stúlkna og er það líklega í fyrsta sinn sem það gerist í sögu KKÍ.
Leikmenn U16 og U18 liðanna koma frá eftirtöldum félögum:
Breiðablik 2
Fjölnir 1
Grindavík 6
Hamar 2
Haukar 2
ÍR 3
Keflavík 8
KR 6
Njarðvík 4
Skallagrímur 1
Stjarnan 4
Valur 4
Vestri 2
Þór Akureyri 2
Þór Þorlákshöfn 1
Landsliðin eru skipuð eftirtöldum leikmönnum:
U16 stúlkur | |
Anna Margrét Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
Bríet Ófeigsdóttir | Breiðablik |
Edda Karlsdóttir | Keflavík |
Eva María Davíðsdóttir | Keflavík |
Gígja Marín Þorsteinsdóttir | Hamar |
Helga Sóley Heiðarsdóttir | Hamar |
Hjördís Lilja Traustadóttir | Keflavík |
Jenný Geirdal Kjartansdóttir | Grindavík |
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
Þórunn Friðriksdóttir | Njarðvík |
Una Rós Unnarsdóttir | Grindavík |
Þjálfari: Árni Þór Hilmarsson | |
Aðstoðarþjálfari: Hallgrímur Brynjólfsson |
U16 drengir | |
Ástþór Atli Svalason | Valur |
Benóný Svanur Sigurðsson | ÍR |
Friðrik Anton Jónsson | Stjarnan |
Gabriel Douane Boama | Valur |
Hilmir Hallgrímsson | Vestri |
Hugi Hallgrímsson | Vestri |
Magnús Helgi Lúðvíksson | Stjarnan |
Marinó Þór Pálmason | Skallagrímur |
Ólafur Björn Gunnlaugsson | Valur |
Sveinn Búi Birgisson | KR |
Viktor Máni Steffensen | Fjölnir |
Þorvaldur Orri Árnason | KR |
Þjálfari: Ágúst S. Björgvinsson | |
Aðstoðarþjálfari: Snorri Örn Arnaldsson |
U18 stúlkur | |
Alexandra Eva Sverrisdóttir | Njarðvík |
Anna Ingunn Svansdóttir | Keflavík |
Ásta Júlía Grímsdóttir | Valur |
Ástrós Lena Ægisdóttir | KR |
Birna Valgerður Benónýsdóttir | Keflavík |
Elsa Albertsdóttir | Keflavík |
Eydís Eva Þórisdóttir | Keflavík |
Eygló Kristín Óskarsdóttir | KR |
Hrund Skúladóttir | Njarðvík |
Kamilla Sól Viktorsdóttir | Keflavík |
Ólöf Rún Óladóttir | Grindavík |
Sigrún Björg Ólafsdóttir | Haukar |
Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson | |
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason |
U18 drengir | |
Dúi Þór Jónsson | Stjarnan |
Einar Gísli Gíslason | ÍR |
Hilmar Smári Henningsson | Þór Akureyri |
Hilmar Pétursson | Haukar |
Ingimundur Orri Jóhannsson | Stjarnan |
Ingvar Hrafn Þorsteinsson | ÍR |
Júlíus Orri Ágústsson | Þór Akureyri |
Sigurður Sölvi Sigurðarson | Breiðablik |
Sigvaldi Eggertsson | KR |
Styrmir Snær Þrastarson | Þór Þorlákshöfn |
Veigar Áki Hlynsson | KR |
Veigar Páll Alexandersson | Njarðvík |
Þjálfari: Viðar Örn Hafsteinsson | |
Aðstooðarþjálfari: Jóhann Þór Ólafsson |
U15 liðin verða tilkynnt 25. apríl og U20 æfingahópar karla og kvenna á næstu dögum.