
14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja Origo-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2019.
Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem Íslandsmeistari 2019.
Fjölnir sigraði Breiðablik í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum var það Stjarnan sem hafði betur gegn Haukum. Í úrslitaleiknum vann Breiðablik lið Stjörnunnar en lokatölur leiksins urðu 66:52.
Þjálfari liðsins er Halldór Karl Þórsson.
Karl Ísak Birgisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 21 stig, 12 fráköst og 4 varin skot.
KKÍ óskar Fjölni til hamingju með titilinn!
#korfubolti