29 maí 2019Í dag miðvikudag 29. maí er komið að öðrum leikdegi liðanna okkar á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. 

Karlalandsliði hefur leik kl. 15:30 að staðartíma (13:30 að íslenskum) og leikur gegn Möltu. Kvennalandsliðið mætir heimastúlkum svo strax á eftir kl. 17:45 (15:45 að íslenskum tíma). Lifandi tölfræði á að vera frá leikjunum á heimasíðu leikanna, montenegro2019.me en því miður voru leikirnir í gær ekki beint en vonandi ná mótshaldarar að laga það fyrir leiki dagsins. 

Fréttir af leiknum og myndir detta svo inn á facebook-síðu KKÍ og Instagram KKÍ á morgun á meðan leikjunum stendur.

#korfubolti