26 nóv. 2020Íslenska karlalandsliðið leikur í dag fyrri leikinn af tveim í þessum landsliðsglugga sem fram fer í Slóvakíu. Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV. Seinni leikurinn fer fram á sama tíma á laugardaginn gegn Kosovó og verður einnig í beinni útsendingu. 

Eftir einn glugga af þrem er Ísland í öðru sæti riðilsins með einn sigur og eitt tap á eftir Kosovó sem er með tvo sigra en í febrúar sl. tapaði Ísland með tveim stigum fyrir Kosovó en vann Slóvakíu með níu stigum. Slóvakía er í 3. sæti riðilsins með sömu stöðu og Ísland. Þetta er því fyrsti leikur liðanna sem mætast í  dag í undankeppninni. Lúxemborg er í neðsta sæti riðilsins eftir tvo leiki.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar á heimasíðu undankeppninnar.

Liðsskipan Íslands er eftirfarandi í leiknum í dag: (landsleikir í sviga)

Breki Gylfason · Haukar (7)
Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (46)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (20)
Hjálmar Stefánsson · CD Carbajosa Basket, Spánn (16)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (84)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskaland (11)
Kári Jónsson · Haukar (12)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (47)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík (10)
Tómas Þórður Hilmarsson · CD Carbajosa Basket, Spánn (6)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragoza, Spánn (39)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (62)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Halldór Fannar Júlíusson
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender
Liðsstjórn: Kristinn Geir Pálsson

#korfubolti