4 feb. 2021Í dag er komið að fyrri leik íslenska kvennalandsliðsins í febrúar-landsliðsglugganum sem fram fer í Ljubljana í Slóveníu. Ísland mætir í kvöld öflugu liði Grikkja kl. 18:15 að íslenskum tíma. 

Þetta er fyrri leikur Íslands í glugganum en liðið mætir heimastúlkum frá Slóveníu á laugardaginn. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV2 og RÚV.

Leikurinn í dag verður krefjandi og hefur liðið undirbúið sig undir það. Staðan í riðlinum er þannig að Slóvenía tryggði sér sigur í nóvember sl. og þar með sæti á EuroBasket Women's 2021 í sumar. Liðin í öðru sæti riðlana eiga ennþá möguleika á að það tryggi þeim sæti á EM en þar skiptir besti árangur fimm bestu liðanna (af níu liðum í níu riðlum) máli. Það er því ljóst að stigamunur liða í +/- skiptir til dæmis máli. 

Okkar hópur er klár í slaginn og leikmenn eru heilir og spenntir að spila í kvöld.


Hægt er að skoða nánar stöðu og sjá upplýsingar á heimasíðu keppninnar hérna: www.fiba.basketball/womenseurobasket/2021/qualifiers

Leikskrá leiksins: ÍSLAND-GRIKKLAND


Íslenska liðið er þannig skipað í dag: 

Nafn · Félag (landsleikir)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (Nýliði)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (4) 
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (6)
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (9)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (22)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (23)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (32)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (6)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (4)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Riders, England (21)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (55)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (19)
13. leikmaður liðsins:
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjórn: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnarfulltrúi: Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir 
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson