15 feb. 2021Landslið karla ferðist um helgina til Pristina í Kosovo þar sem liðið hefur nú komið sér fyrir og tekur þátt í lokaumferð forkeppni HM 2023 í vikunni. Liðið flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og keyrði til Düsseldorf þar sem liðið gisti í góðu yfirlæti. Síðan var flogið daginn eftir til Kosovo.

Leikmenn frá meginlandi Evrópu sem leika sem atvinnumenn erlendis ferðuðust einnig í gær og í dag til móts við þá 13 sem komu frá Íslandi. Níu leikmenn tóku morgunæfingu og seinnipartinn mun hópurinn allur æfa saman.

Ár er frá því að liðið var einnig í Kosovó og lék fyrsta leik sinn í riðlinum en eftir febrúar gluggann 2020 var leikið í Bubblu í nóvember líkt og nú. Þá tapaðist sá leikur en síðan vann Ísland Slóvakíu heima og svo Kosovó og Lúxemborg í nóvember þegar leikið var í Slóvakíu.

Ísland er sem stendur í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þarf einn sigur til að gulltryggja sæti sitt áfram. Leikið verður gegn Slóvakíu á fimmtudaginn og Lúxemborg á laugardaginn. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV2 og RÚV.

Íslenski hópurinn og teymið er þannig skipað í Kosovó.

Nafn · Félag (landsleikir)
Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22)
Hjálmar Stefánsson · CB Carbajosa, Spánn (18)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13)
Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14)
Kristinn Pálsson · Grindavík (15)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (38)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)

Eftirtaldir leikmenn gátu ekki tekið þátt að þessu sinni af ýmsum ástæðum:
Martin Hermannson, Ægir Þór Steinarsson, Haukur Helgi Briem Pálsson, Kristófer Acox, Pavel Ermolinskij, Breki Gylfason og Collin Pryor. 

Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson

Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/basketballworldcup/2023/pre-qualifiers/europe