18 jún. 2021

KKÍ mun standa fyrir æfingahópum í U14 (áður Afreksbúðir) í ár líkt og síðastliðin sumur. U14 eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga milli jóla og nýárs 2021. Í U14 æfingahópum er það yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

U14 æfingahópur í ár eru fyrir ungmenni fædd 2007 og verða haldnar þrisvar yfir sumarið. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga en eingöngu boðaðir leikmenn fengu bréf og eiga að mæta í búðirnar:

Yfirþjálfarar Afreksbúða 2021 er Snorri Örn Arnaldsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum.

U14 æfingabúðirnar verða haldnar á þrem helgum í sumar. Æft verður tvisvar hvorn dag en hver helgi er haldin á nýjum æfingastað.

Fyrsta æfingahelgin fer fram dagana 19.-20. júní í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði. Helgi tvö verður haldin í íþróttahúsinu í Grindavík 14.-15. ágúst og staðsetning þriðju helgarinnar sem fram fer 28.-29. ágúst verður í Seljaskóla í Breiðholti.

Allar nánari upplýsingar um U14 æfingahelgarnar, æfingatíma og annað skipulag er að finna á www.kki.is/u14