20 sep. 2021

Skrifstofa KKÍ verður lokuð þriðjudaginn 21. september.

Starfsmenn skrifstofu KKÍ eru á starfsdegi utan skrifstofunnar, en unnið er hörðum höndum að því að ganga frá öllum lausum endum fyrir það tímabil sem er nýhafið í yngri flokkum og er að fara að hefjast í meistaraflokkum. Vinsamlegast beinið brýnum erindum til skrifstofunnar í gegnum netfangið kki@kki.is.