30 sep. 2021

Haukastúlkur eru núna staddar á Azoraeyjum í miðju Atlantshafinu þar sem þær mæta Univa Sportiva í seinni leiknum milli félaganna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:30 að íslenskum tíma og verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Youtube-FIBA.

Fyrri leikur liðanna fór 81:76 en vinna þarf samanlagt (fyrst stigamunur +/- en annars fleiri stig skoruð ef það er jafnt) til að vinna einvígið. Sigurvegarinn fer svo í sjálfa riðla-keppnina í EuroCup þar sem fjögur lið verða saman í riðli.

Hægt verður að sjá streymi + lifandi tölfræði hérna.

KKÍ óskar Haukum alls hins besta í leiknum á morgun!